Dinó í leik arið 2004 ©Þórir Tryggva
Dean Edward Martin eða Dínó eins og hann er oftast kallaður er þriðji leikmaðurinn sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins.
Dínó hefur spilað 148 leiki fyrir félagið og skorað 12 mörk. Hann kom til landsins 1998 og spilaði fyrsta tímabilið með ÍA i
Landsímadeildinni, sem þá var úrvalsdeildin. Hann fór svo til Englands í tvö ár en sneri til Íslands á nýjan leik 2001 og
gekk þá til liðs við KA. Hann spilaði með KA út tímabilið 2004 áður en að hann sneri aftur á Akranes.
Þar lék hann út tímabilið 2007.
Til Akureyrar sneri hann aftur haustið 2007 og þá sem nýráðinn þjálfari félagsins ásamt því að spila með. Hann
var við stjórnvölinn hér þrjú tímabil áður en hann hvarf enn og aftur á braut til Akraness.
Dínó er vægast sagt einstakur leikmaður og einstaklingur, Breti af líf og sál og þrátt fyrir að vera kominn langt á fertugsaldurinn
hefur hann sjaldan verið í betra formi, enda eru fáir sem ekki eru tognaðir á heila sem þora í kappann.
Aðrir í klúbbnum:
Srdjan Tufegdzic 102 leikir/ 2 mörk
Elmar Dan Sigþórsson 109 leikir/ 12 mörk