Dínó ætlar bara að tjalda í Laugardalnum

Dínó í viðtalinu í gær
Dínó í viðtalinu í gær
Dínó spilandi þjálfari KA-manna fór í sjónvarpsviðtal á Fótbolta.net eftir leikinn gegn Þrótturum í Laugardalnum í gær.

,,Við spiluðum vel í dag. Við ákváðum í gær að koma suður út af því að það var ekkert flug frá Akureyri. Það gæti hafa hjálpað okkur að hvílast vel kvöldið á undan á hóteli," sagði Dean í viðtalinu en liðið keyrði suður á laugardeginum og gisti aðfaranótt sunnudags.

Dínó bjóst ekki við því að stjórnin yrði ánægð með kostnaðinn við að gera það í öllum útileikjum og kom hann þá með ódýrari lausn. Liðið tjaldar einfaldlega bara í Laugardalnum.

,,Ég held að stjórnarmennirnir yrðu ekki ánægðir með kostnað. Kannski tjöldum við einhversstaðar í Laugardal."

Til að sjá allt viðtalið smellið hér -