Dean Martin eða Dínó, spilandi þjálfari meistaraflokks, er þessa dagana staddur í Englandi þar sem hann sækir KSÍ VI
þjálfaranámskeið.
Það eru 30 íslenskir þjálfarar sem eru skráðir á námskeiðið en það stendur yfir

í viku og hafa þeir aðsetur í Lilleshall, Englandi. Hópurinn
hefur nú þegar farið á leik Bolton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með því markmiði að leikgreina leikinn.
Íslenskir kennarar á námskeiðinu eru Ólafur Kristjánsson, Gunnar Guðmundsson, Logi Ólafsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson en auk
þeirra munu enskir kennarar heimsækja hópinn.
Hópurinn mun einnig kynna sér aðstæður hjá Íslendingaliðinu Reading ásamt því að fylgjast með sýnikennslu í
sóknarleik hjá Mick Halsall, þjálfara unglingaliðs Walsall en þetta er einungis brot af dagskránni sem er mjög fjölbreytt.