Dínó í liði ársins í fyrstu deildinni

Dínó var valinn í lið ársins í fyrstu deildinni af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni en það var Fótbolti.net sem stóð fyrir valinu.

Sandor var einnig valinn varamarkvörður í þetta sama lið og þá fengu Elmar Dan og Janez Vrenko báðir atkvæði sem varnarmenn í þetta lið.

Dínó lék 22 leiki í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.

Markvörður:
Albert Sævarsson (ÍBV)

Varnarmenn:
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Andrew Mwesigwa (ÍBV)
Dusan Ivkovic (Selfoss)
Matt Garner (ÍBV)

Miðjumenn:
Dean Martin (KA)
Andri Ólafsson (ÍBV)
Henning Eyþór Jónasson (Selfoss)
Augustine Nsumba (ÍBV)

Sóknarmenn:
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Atli Heimisson (ÍBV)