Dínó kominn með UEFA A gráðu

Dean Martin þjálfari meistaraflokks útskrifaðist á dögunum með A þjálfaragráðu frá UEFA/KSÍ en það er hæsta gráðan sem KSÍ býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi.

Dínó sem þjálfar einnig 5. flokk karla hjá KA hefur þurft að þreyta ýmis verkefni til að ná þessari gráðu síðustu mánuðina en útskriftin fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í tengslum við landsleik Íslands og Hollands.

Dínó mun standa í ströngu í næstu viku þar sem strákarnir hans í fimmta flokki munu etja kappi á hinu glæsilega N1-móti KA ásamt því að meistaraflokkurinn leikur gegn ÍR á miðvikudagskvöldið og Val nokkrum dögum síðar.