Maðurinn sjálfur
Næst komandi vika verður Doktor vika á KA síðunni, en vikan verður helguð Doktornum Petar Ivancic.
Petar eins og margir vita vinnur eitthvað óeigingjarnasta starf sem fyrir finnst og þvær þvott, blandar leppinn og rífur kjaft. Doktorinn eins og hann er
kallaður á skilið að fá smá umfjöllun um sjálfan sig enda er hann með eitt sterkasta og stærsta KA hjarta sem fyrir finnst og vill allt gera
fyrir félagið til að gera það betra, svona maður á skilið að fá viku helgaða sér á síðunni
Dagskrá
Mánudagur - Doktor Tvífari
Þriðjudagur - Hin Hliðin með Doktor
Miðvikudagur - Viðtal um lífið innan KA
Fimmtudagur - Viðtal um lífið fyrir KA
Föstudagur - Myndaveisla af doktornum