Doktorinn merkti nýju búningana

Doktor Pétur sáttur með afraksturinn.
Doktor Pétur sáttur með afraksturinn.
Eins og flestir hafa tekið eftir sem hafa séð myndir úr Þróttaraleiknum að þá léku KA-menn í nýrri línu hummel búninga. Búningarnir eru spánnýjir og nýmerktir af hinum grjótharða KA-manni Doktor Pétri.

Doktor Pétur eða Petar Ivancic réttu nafni er maðurinn á bakvið tjöldin hjá meistara- og 2. flokk KA. Fyrir þá sem ekki þekkja kauða þá sér hann um að allt sé til staðar hjá liðinu, hann sér um vatn, búninga og allt sem maður getur látið sér detta í hug en heldur að gerist að sjálfu sér.

Í síðustu viku merkti hann svo alla búningana, límdi auglýsingar og númer á allar treyjur og stuttbuxur. Þessir nýju búningar eru glæsilegir og byrjar liðið vel í þeim.

Á myndinni er Doktorinn hrikalega sáttur með nýja búninginn sem hann á eftir að þvo oft í sumar eftir leiki og koma fyrir í kistum á leiðinni í leiki - hann klikkar ekki!