Viðurkenningin, sem hefur fengið nafnið "Dorrinn" til minningar um Steindór heitinn Gunnarsson, sem lést árið 2011 og var einn af heitustu KA-mönnum á Akureyri, er forláta bifreið af gerðinni Benz - í miniútgáfu. Það þótti við hæfi, enda átti Steindór lengi slíkan bíl.
Vignir Þormóðsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA, gerði grein fyrir þessari viðurkenningu og tilurð hennar. Við afhendingu "Dorrans" sagði Helga Steinunn það mikinn heiður að vera fyrst til að fá þessa viðurkenningu frá KA. Hún upplýsti að hún ætti oft afar erfitt með að fara á leiki þar sem KA væri að spila, taugarnar þyldu ekki spennuna. Því þætti henni oft betra að fylgjast með leikjunum úr fjarlægð og jafnvel áræddi hún ekki að athuga úrslitin fyrr en að leikjunum loknum.
Steindór Gunnarsson í sinni stöðu!!