Búið er að draga í 8-liða úrslit VISA-bikarsins í höfuðstöðvum KSÍ. KA-menn lögðu Grindavík í gær og voru
því í pottinum í dag þegar dregið var.
KA-menn drógust gegn Íslandsmeisturum FH en leikurinn fer fram í Kaplakrika. Liðin mættust síðast í vetur og endaði þá 3-3 í
Boganum.
Leikurinn fer fram 10. eða 11. júlí.