Drög að leikjaniðurröðun sumarsins er komin inn á vef KSÍ ásamt dagsetningum. KA byrjar tímabilið á útileik gegn Selfoss 10.
maí á sunnudegi en á föstudeginum eftir það er nágrannaslagur milli Þór og KA.
Undirbúningur liðsins er í fullum gangi fyrir sumarið en deildarbikarinn hefst 7. mars þegar KA-menn leika gegn Fjölni í Egilshöll og svo 23. mars gegn
nágrönnum okkar í Þór.
Þessar tímasetningar á leikjum sumarsins eru ekki skotheldar en leikjaniðurröðunin er þó alveg staðfest.
Smellið hér til að sjá fyrstu deildina á vef KSÍ