Dr.Petar Ivancic: ég á svæðið og er númer eitt! (skyldulesning)

Doktorinn ungur að árum í Serbíu
Doktorinn ungur að árum í Serbíu
Viðtölin sem áttu að birtast hér á síðunni í doktor vikunni runnu í eina skemtilega sögu sem allir er skyldugir til að lesa. KA, Þór, lífið á Akureyri og lífið fyrir KA er meðal þess sem doktorinn ræðir í þessu magnaða viðtali


“Ég var alltaf lasinn og alltaf vælandi þegar ég var krakki svo fékk ég sprautu einu sinni þegar ég var  veikur og varð bara brjálaður og feitur og hef verið síðan”

Sagði Dr.Petar Ivancic þegar hann var spurður útí æskuna


Lítið kemur fram hvað maðurinn gerði af sér í serbíu og hvað varð til þess að hann flúði á klakkann en hann vann sem rútubílstjóri í serbíu eftir að hafa þjónað hernum í 1 og hálft ár.


Hann kom til Íslands 1997 og bjó á Ólafsfirði 

“ég vann á ólafsfirði í fiskvinnslu fyrst og það var mjög fínt en svo fór ég á sjó á svona littlum skíta bát það var í janúar og ískalt og skíta veður og ég varð sjóveikur áður en ég kom á bryggjuna, ég bara ældi og ældi og ældi og var algjör aumingi, svo fékk ég plástur sem átti að hjálpa mér að verða ekki sjóveikur og það hjálpaði…en svo týndi ég honum og panikkaði og ældi og ældi og æld.”


Árið 2000 kom hann til Akureyrar og starfaði hjá Ingvari Gísla á Norðlenska og líka vel. Það var síðan 2003 sem KA fékk þessa himnasendingu á sitt svæði. Doktorinn mætti á æfingar hjá meistaraflokki og horfði á. Einn daginn spurði hann Þorvald Örlygsson, þáverandi þjálfara liðsins hvort hann mætti safna saman boltonum og vera með brúsa og svona og þanning hófst ævintýrið sem allir þekkja og á 7 árum er Doktorinn er orðinn kóngurinn í KA.


Hvernig líður honum á Akureyri?

“Mér líður mjög vel hérna, allir góðir við mig og Akureyri er frábær bær, ég elska Akureyri”


En mun hann vera hér til eilífðar nóns?

“Er ekki búinn að ákveða en kannski maður veit aldrei, en ég mun aldrei fara til Reykjavíkur ég hata Reykjavík, ég sagði einu sinni við Heimi sigurðs í handboltanum hvað finnst þér ef krakkinn þinn kemur heim eftir æfingu eftir 20 ár og segir að doktorinn hafi lamið hann með baseball kylfu. Ég hætti ekki fyrr” 


Aðspurður hvort honum finnst gaman að fólk sé hrætt við hann sagði hann “Hræddir einhver hræddir við mig?, ég er góður maður  og vill gera gott nema drepa suma sem ég hata og sérstaklega Hreinsi”


Á ótrúlega skömmum tíma fór doktorinn úr því að vera óbreyttur Norðlenska starfsmaður í nokkurskonar celeb á Akureyri, allir vita hver maðurinn er, sumir hræddir en sumir einfaldlega tilbiðja hann, en hann gerir lítið út því og segist ekki vera frægur almennt “en í KA, ég á svæðið og er númer eitt, en ekki segja Gunna Jóns hann gæti orðið brjálaður”


Í þessu spjalli mínu við doktorinn kom upp umræða um Gunnlaug Jónsson þjálfara og vorum við sammála um þá jákvæðu þróun sem á sér stað en doktorinn er hræddur um að Gulli eigi eftir að hverfa einn daginn “ hann er alltaf að fara suður, hann verður að eiga sér flugvél en hann fer svo oft að kannski bara einu sinni kemur hann ekki aftur” sagði doktorinn hálf klökkur


Skoðun hans á félaginu hinum megin við gleránna hefur aldrei verið neitt leyndarmál og spurði ég hann útí félagskipti KA manna yfir “Þórsarar fara strax niður, þeir halda núna að þeir séu lang bestir og í fyrra drulluðu þeir yfir KA fyrir útlendinga og bull en núna eru þeir búnir að fá Jan og Disztl og reyndu að fá Sandor kannski ætla þeir að reyna að stela Túfa næst, hahahah neii það vill enginn fá Túfa” sagði hann léttur


Þegar leið á spjallið fór hann að segja skemtilegar sögur af gömlum KA mönnum til að mynda “veggnum” Sören Byskov en um hann sagði doktorinn “hann var frábær markmaður og þegar KA vann KR 3-0 á Akureyrarvelli, fyrir leik fór hann í hrísalund og tippaði 15.000 kalli á sigur hjá KA og stuðullinn var náttúrulega svona 7, og í leiknum var hann eins og súpermann stökk um eins og kengúra og varði allt og vann að lokum um 200.000 kall, haha helvítis útlendigar!”


Næst sagði hann sögu af Lörinc Antal varnarjaxlinum sem spilaði með KA eitt tímabil 2005.”hann var alltaf langbestur í leikjum og ég veit leyndarmálið, alltaf fyrir alla leiki fékk hann sér 4 glös af rauðvíni og kom svo inná og slátraði öllum”


Einu sinni KA maður alltaf KA maður?

“Jáá klárlega, verð alltaf KA maður, tek allttaf mikið á mig fyrir félagið og geri allt fyrir það”


“Allir að koma á leiki og styðja KA, þeir eru ungir og verða að fá stuðning ekki bara frá mér heldur allir KA menn. Ég held að þetta verði erfitt sumar og við verðum að berjast saman.” Sagði doktorinn að lokum