Dwight var bara gabb!

Við hér á KA síðunni gátum ekki verið eftirbátar annara fjölmiðla og gerðum við heiðarlega tilraun til þess að gabba lesendur síðunnar. Fyrir þá sem ekki hafa fattað það ennþá var fréttin um komu stórstjörnunnar Dwight York til landsins gabbið þetta árið. Ekki er vitað hvort að einhverjir lesendur hlupu apríl, en það skiptir þó ekki öllu heldur er það hefðin á bakvið þetta sem skiptir öllu! Fréttina um komu Dwight er hægt að finna ef þú smellir hér.