Eggert Högni Sigmundsson ráðinn þjálfari hjá öðrum flokki

Þá er loksins búið að ráða þjálfara fyrir hinn efnilega annan flokk hjá KA en strax í haust varð ljóst að Örlygur Þór Helgason yrði ekki áfram með flokkinn þar sem hann tók við meistaraflokki Dalvíkur/Reynis. Mikil óvissa hefur ríkt um hver tæki við flokknum og hafa ýmis nöfn skotið upp kollinum enerfiðlega gekk. KA mun að öllum líkindum halda úti tveimur liðum, einu í A-deild og hinu í B-liðakeppni en eins og við höfum sagt frá fóru strákarnir upp úr B-deildinni síðastliðið haust.

Eggert er fæddur árið 1974 og því á 34. aldursári en hann varði um árabil mark meistaraflokks KA þar til hann skipti úr KA yfir í Nökkva fyrir sumarið 2001. Ári síðar fór hann í Vask en Nökkvi lék í annari deildinni og Vaskur í þriðju.

,,Þetta er náttúrulega mjög efnilegur flokkur, stór hópur og mjög áhugaverður í alla staði,"sagði hinn nýráðni Eggert í samtali við heimasíðuna í kvöld en hann ætlar að byrja á fullu með þeim strákum sem ekki verða með meistaraflokknum úti í Portúgal í næstu viku.

,,Æfingar byrja strax á mánudaginn í KA-heimilinu, útihlaup og lyftingar kl. 18:15 og verður gaman að sjá hverjir mæta. Ég mun svo fara í það fljótlega að heyra í þeim strákum sem eru ekki að mæta og virkja þá enda er ætlunin að senda tvö almennileg lið til keppnis í sumar,"  sagði Eggert sem sagðist sækja mest af sinni þjálfunarreynslu í gegnum fótboltann sjálfan, en hann lék eins og áður segir í mörg ár með KA og sagði árin sín í KA-markinu vera of flókin í talningu.

,,Ég lék í þónokkur ár með KA, það er vesen að fara að telja þau. Steini Birgis og Erlingur Kristjáns voru meira segja í fullu fjöri þegar ég var í þessu."

Eggert þjálfaði Nökkva í eitt tímabil og svo hefur hann af ogtil komið að þjálfun en hann sagðist hafa fylgst aðeins með strákunum í sumar úr fjarlægð, þó ekki mikið. ,,Ég fylgdist aðeins með, ég veit að það er mikill efniviður í flokknum en ég ætla ekkert að vera að nefna nein nöfn hér."

,,Við erum að koma upp í A-deildina með annað liðið og það er klárlega markmiðið að halda sér þar, það  
sagði Eggert að lokum en hann ítrekaði fyrir þeim strákum sem ekki fara til Portúgal að mæta á æfingar hjá sér. Fyrsta æfing er á mánudaginn, 18:15 í KA-heimilinu, útihlaup og lyftingar, á þriðjudeginum er æfingaleikur gegn þriðja flokki, kl. 6-8 í Boganum og svo á miðvikudaginn er Bogaæfing kl. 9, framhaldið verður ákveðið á æfingunum.