Elfar Árni skrifar undir hjá KA!

Elfar Árni stillti sér upp í KA búningnum.
Elfar Árni stillti sér upp í KA búningnum.

KA var rétt í þessu að krækja í hinn 25 ára gamla Elfar Árna Aðalsteinsson og mun hann spila með KA á komandi sumri. Elfar kemur úr herbúðum Breiðabliks þar sem hann hefur spilað síðan 2012. Hann lék þar áður með Völsungi á Húsavík.

Elfar er gríðarlega mikill styrkur fyrir KA í komandi átökum í 1. deildinni. Elfar, sem leikur stöðu framherja, spilaði 104 leiki með Breiðablik og skoraði í þeim 27 mörk. Hann gerir þriggja ára samning við KA og mun flytjast búferlum norður til Akureyrar í apríl.