Elmar Dan er í 100 leikja klúbbnum

Elmar í baráttunni gegn Þrótt ©Þórir Tryggva
Elmar í baráttunni gegn Þrótt ©Þórir Tryggva
Elmar Dan Sigþórsson er annar leikmaður sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins, (leikmenn birtir i handahófskenndri röð). 

Elmar Dan ólst upp hjá KA og lék upp alla yngri flokka og svo með meistaraflokki. Hann yfirgaf félagið 2004 þegar hann hélt til Víkings í Reykjavík en snéri til baka eftir viðkomu hjá Fjarðabyggð árið 2007. Þá lék hann tvö tímabil áður en hann hélt til Noregs og var búinn að leika 99 leiki fyrir félagið. Hann snéri svo heim aftur nú í júlí og hefur bundið vörn liðsins saman. Elmar Dan er því kominn með 108 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 12 mörk.

Elmar er varnarmaður af guðs náð, grimmur karakter sem gefur ekki tommu eftir. Hann samdi við félagið til þriggja ára nú í júlí svo hann heldur áfram að klifra upp 100 leikja stigann

Við óskum Elmari til hamingju með þennan áfanga!

Aðrir leikmenn í klúbbnum:
Srdjan Tufegdzic 101 leikur/ 2 mörk