Eins og flestir KA-menn ættu að hafa tekið eftir þá endaði Þórsleikurinn í síðustu viku illa og ekki bætti úr skák
að tveir okkar manna, fyrirliðinn Elmar Dan og sóknarmaðurinn Andri Júlíusson fengu báðir rauð spjöld í leiknum.
Elmar Dan fékk rautt spjald fyrir að ýta í Hrein Hringsson sem lék á árum áður

með KA-mönnum með þeim afleiðingum að hann féll
í grasið og Andri Júlíusson fyrir tveggjafótatæklingu á miðjum vellinum.
Á þriðjudaginn fundaði svo aga- og úrskurðarnefnd og fór yfir hvaða leikmenn ætti að úrskurða í leikbann og eins og við var
að búast fékk Elmar Dan eins leiks bann en Andri Júlíusson aftur á móti tvo leiki þar sem hann hafði fengið áður rautt spjald
í sumar - í leik með Skagamönnum.
Því er ljóst að þátttöku Andra með KA í sumar er lokið en hann skoraði þrjú mörk í þeim sex leikjum sem
hann lék með liðinu á meðan á lánsdvöl hans stóð sem endaði því miður ekki nógu vel. Við þökkum
honum fyrir hans framlag en þá er einnig ljóst að Elmar Dan verður í leikbanni á morgun gegn Stjörnumönnum í Garðabænum.
Mynd: Úr umræddum Þórsleik. Elmar Dan og Hreinn Hringsson reyna að ná til knattarins en markvörðurinn Sandor
stekkur á milli þeirra og handsamar boltann.