Elvar Páll: virkilega góður mórall í hópnum

Elvar í leiknum í gær
Elvar í leiknum í gær
Elvar Páll Sigurðsson er einn þeirra þriggja drengja sem gegnu til liðs við KA á láni í vikunni. Elvar er á 20 aldurs ári og er uppalinn hjá Breiðablik. Síðan sló á þráðinn til Elvars eftir hans fyrsta leik fyrir félagið, en leikurinn var eins og flestir vita gegn Blikum.

Hvernig fannst Elvari að spila gegn sínu “gamla” félagi?

Það var mjög gaman að spila gegn mínu "gamla" félagi. Skrýtin tilfinning samt, maður þekkti andstæðingana mjög vel og margir af þeim eru náttúrulega mjög góðir vinir manns.

En hvernig eru hlutirnir að fara í hann eftir eina æfingu og einn leik?

Hlutirnir eru að fara mjög vel í mig, virkilega góður mórall í hópnum og skemmtilegt að spila með þessum strákum. Það var tekið vel á móti okkur og vel staðið að öllu svo mér getur ekki annað en litist mjög vel á þetta.”


Elvar gekk í haust uppúr 2.flokki og því erfitt fyrir hann að komast beint inní nýkrýnt Íslandsmeistaralið Breiðabliks en var aldrei vafi að koma norður?

Nei það var aldrei vafi, fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að koma norður og spila með KA. Maður er nýstiginn upp úr 2.flokki og hópurinn hjá blikunum mjög breiður svo að þegar mér gafst tækifæri að fá að spila meira þá sagði maður aðsjálfsögðu já.”

Í lokinn var hann tekinn í smá próf og spurður, KA eða Þór?

Hann stóðst prófið með miklum sóma þegar hann sagði“aðsjálfsögðu KA ekki spurning.”


Viðtöl við þá Hafþór Þrastarson og Ágúst Örn verða birt hér á síðunni í vikunni