Í samningnum kemur meðal annars fram að Landsbankinn hafi sett sér nýja stefnu í stuðningi við íþróttafélög sem hafi fengið heitið "Samfélag í nýjan búning". Í því felst að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Landsbankinn setur ekki vörumerki sitt á búninga viðkomandi félags, heldur kemur þar merki líknarfélags sem félagið velur. KA valdi Krabbameinsfélag Akureyrar og því er merki Krabbameinsfélagsins framan á nýjum treyjum KA.
Við undirritun samningsins afhenti Landsbankinn Krabbameinsfélagi Akureyrar eingreiðslu að upphæð 500.000 kr. Hver sigur KA í 1. deildinni í sumar skilar ákveðinni upphæð frá Landsbankanum sem skiptist jafnt á milli knattspyrnudeildar KA og Krabbameinsfélags Akureyrar.