Í dag var fundað um uppbyggingu á félagssvæði KA. Samkvæmt upplýsingum frá formanni KA, Stefáni Gunnlaugssyni, verður fyllt upp
í það sem búið er að grafa með möl og síðan mold í vor og þökulagt.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir eru einnig sár ofar á vellinum eftir vinnuvélar en það kom ekki fram í máli hans hvað verður gert til
að laga það. Stefán vonast til að völlurinn verði klár fyrir N1-mót n.k. sumar, en þar verður að treysta á guð og lukkuna og
íslenskt tíðarfar.
Í máli Stefáns kom einnig fram að bæjarstjórn hafi gefið loforð fyrir því að KA fái einskonar yfirráð yfir
Akureyrarvelli næsta sumar.
Það er því ljóst að með þessum framkvæmdum, að fylla upp í og þökuleggja, að framkvæmdir á
vallarsvæði KA eru ekki á dagskrá á næstunni. Hversu lengi veit enginn.
Eins og þessi mynd sýnir eru skemmdirnar miklar á svæðinu. Það mun reynast erfitt að laga þetta fyrir næsta
sumar amk.
Mynd: Andri Fannar
-Sig.Þorri