Gunnar Valur útnefndur leikmaður ársins - Vinir Móða kusu Hallgrím Mar besta leikmanninn

Leikmaður ársins - valinn af leikmönnum og stjórnarmönnum í knattspyrnudeild - Gunnar Valur Gunnarss…
Leikmaður ársins - valinn af leikmönnum og stjórnarmönnum í knattspyrnudeild - Gunnar Valur Gunnarsson. Fjær er nafni hans Níelsson. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var Gunnar Valur Gunnarsson, fyrirliði KA, útnefndur leikmaður ársins, en það eru leikmennirnir sjálfir og stjórnarmenn í knattspyrnudeild sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu.  Stuðningsmannaklúbburinn Vinir Móða útnefndi hins vegar Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann ársins. Efnilegasti leikmaður ársins var útnefndur Ævar Ingi Jóhannesson og markakóngur ársins var Brian Gilmour, en hann skoraði sjö mörk á tímabilinu, jafnmörg mörk og Jóhann Helgason og Hallgrímur Mar Steingrímsson, en Brian spilaði fæsta leiki af þeim þremenningum og því hlaut hann markakóngsbikarinn þetta árið.