Óskar Þór, Davíð Jóns, Garðar Stefán, Ásgeir Vincent, Ívar Guðlaugur og Ómar komu allir inná í seinni hálfleik.
Fyrra mark KA kom eftir hornspyrnu en
þá björguðu Dalvíkingar á línu og þaðan hrakk boltinn til Sissa sem skallaði boltann inn af stuttu færi.
Seinna mark leiksins var glæsilegt. Víkingur tók þá þríhyrningaspil við Jón Heiðar og skaut boltanum svo þéttingsfast
í slánna og inn nálægt samskeytunum.
Yfir heildina var þetta
nokkuð rólegur leikur eins og margir leikir fyrir áramót. Sigur er þó alltaf sigur og alltaf gott að halda hreinu.
Áætlað er að spila einn æfingaleik í viðbót fyrir áramót og er það gegn KF (KS/Leiftri) laugardaginn 11. desember.