Umfjöllun: Tap í fyrsta leik í Lengjubikarnum
20.02.2011
Grótta 3 - 1 KA
1-0 Steindór Oddur Ellertsson ('8)
1-1 Andrés Vilhjálmsson (´47)
2-1 Viggó Kristjánsson ('67)
3-1 Viggó Kristjánsson ('77)
Rautt spjald: Janez Vrenko ('70) (KA)
Grótta sigraði KA 3-1 í Lengjubikar karla nú síðdegis
en leikið var í Akraneshöllinni.
Grótta tók forystuna á áttundu mínútu þegar Steindór Oddur Ellertsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
KA-menn náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiks þegar Andrés Vilhjálmsson slapp í gegn og vippaði yfir Kristján
Finnbogason í marki Gróttu.
Hinn 17 ára gamli Viggó Kristjánsson kom inn á sem varamaður hjá Gróttu á 66.mínútu og hann náði að skora með
sinni fyrstu snertingu þegar hann skallaði fyrirgjöf í netið.
Viggó bætti við öðru marki tíu mínútum síðar þegar hann skoraði eftir að hafa sloppið í gegn.
Í millitíðinni fékk Janez Vrenko leikmaður KA sitt annað gula spjald og þar með rautt. KA-menn kláruðu leikinn því tíu en
mörkin urðu ekki fleiri og Grótta fór með 3-1 sigur af hólmi.
Umfjöllun tekin af Fótbolti.net