Þorsteinn Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Magna sem hefur leik í annari deildinni á föstudaginn.

Þorsteinn lék með þeim síðasta sumar en hefur leikið með KA í vetur. Þorsteinn er fæddur 1987, hann lék með 2. flokk
félagsins 2005 og 2006. Sumarið 2005 lék hann einnig fjóra leiki fyrir meistaraflokk KA.
Seinasta sumar lék hann með Magna og þótti standa sig vel og var hann valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Hann var einnig valinn leikmaður 17. umferðar
af fótbolti.net í annari deild en hann skoraði þá þrennu gegn Sindra.
- Aðalbjörn Hannesson