Föstudaginn komandi ferðast KA-menn Austur, alla leið til Eskifjarðar þar sem þeir etja kappi við lið Fjarðabyggðar. Leikurinn verður spilaður á Eskifjarðarvelli og hefst hann stundvígslega kl 19:00
Fyrri leikur liðanna fór fram á Akureyrarvelli 29. maí, leikurinn var fínasta skemmtun og voru það KA-menn sem stjórnuðu leiknum, en á þessum tímapunkti tímabilsins áttu KA-menn í verulegum erfiðleikum að setja boltann yfir marklínuna. Þrátt fyrir yfirburði KA-manna í leiknum fékk Fjarðarbyggð vítaspyrnu á 90. mínútu þegar leikmaður KA gerðist brotlegur innan teigs, og var það góðvinur Sagganna, Jóhann Benediktsson sem framkvæmdi spyrnuna, en Sandor varði vel frá Jóhanni, sem virtist vera farinn að hugsa útí það hvernig hann ætti að fagna fyrir framan Saggana þegar hann myndi skora, en raunin varð önnur, og lauk leiknum því með markalausu jafntefli.
Liðin hafa alls mæst 5 sinnum og hefur Fjarðabyggð vinninginn,
Tölfræði:
Stig fengin innbyrðis
KA: 4
Fjarðarbyggð: 7
Mörk skoruð
KA: 5
Fjarðabyggð: 8
Spjöld
KA: Gul: 7
Rauð: 1
Fjarðarbyggð: Gul: 10
Rauð: 0
Mörk KA:
Arnar Már Guðjónsson: 2
Steinn Gunnarsson: 2
Aleksander Linta: 1
Fjarðabyggð
Eftir 3 leiki í röð án sigurs munu Fjarðabyggð væntanlega mæta öflugir til leiks á sínum eiginn heimavelli. Liðið situr sem stendur í 4 sæti, 9 stigum á eftir Selfoss á topnum og 3 stigum ofar en KA. Síðan Fjarðarbyggð komst upp haustið 2006 hefur liðinu gengið ágætlega í deildinni, en þeirra fyrsta tímabil enduðu þeir í 5.sæti eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af tímabili, Þjálfari liðsins það tímabil var hinn góðkunni Þorvaldur Örlygsson fyrrum leikmaður og þjálfari KA. Síðasta tímabil var alls ekki eins viðburðarríkt eins og það fyrsta og var liðið í fallbaráttu allta tímabilið, en þeir björguðu sér frá falli og enduðu deildina í 9.sæti. Fyrirliðar og þjálfarar 1.deildarinnar spáðu Fjarðarbyggð 11.sæti og þar með falli þetta árið, en liðið hefur aldeilis komið á óvart og situr sem fyrr segir í 4.sæti.
Liðið er breytt frá síðasta ári en alls voru 8 leikmenn sem yfirgáfu liðið og 7 leikmenn fengir í staðinn, þar á meðal, framherjinn knái Arnór Egill Hallson sem kom eins og flestir vita frá KA.
Um félagið:
Tekið af www.kff.is
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru Austri Eskifirði, Valur Reyðarfirði og Þróttur Neskaupstað. Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitum Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru Austri Eskifirði, Valur Reyðarfirði og Þróttur Neskaupstað. Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitu og Reyni Sandgerði í 4 liða úrslitum. Þetta var fyrsta ár Elvar Jónssonar og Heimis Þorsteinssonar sem þjálfarar og heldur betur góð byrjun.
Árið 2005 spilaði svo KFF í 2. deild í fyrsta skipti og náði 4. sæti á fyrsta sumri undir stjórn heimamannana Elvars og Heimis. Í lok árs 2005 var Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari liðsins og Elvar Jónsson var honum til aðstoðar. Frábær árangur fylgdi í kjölfarið og sigruðu strákarnir 2. deild sumarið 2006 og ljóst að leikið yrði í 1. deild sumarið 2007. Það sumar náði svo KFF 5. sæti í 1. deildinni sem er aldeilis frábært á fyrsta ári í deildinni.
Þorvaldur réð sig síðan til úrvalsdeildarliðs Fram haustið 2007 og með honum fylgdi einn sterkasti maður KFF Halldór Hermann Jónsson sem alla tíð hafði spilað með Fjarðabyggð. Í kjölfarið fór Jón Gunnar Eysteinsson í úrvalsdeildarlið Keflavíkur eftir að félögin höfðu komist að samkomulagi um það.
Magni Fannberg Magnússon var síðan ráðinn þjálfari liðsins í lok ársins 2007 og Elvar Jónsson aðstoðarþjálfari. Nú liggur leiðin því enn upp á við, margir nýjir leikmenn hafa bæst í hópinn og bjart framundan.
Kvennalið Fjarðabyggðar hefur alla tíð spilað í 1. deild og komust í úrslit árið 2002 þar sem liðið tapaði gegn Haukum. Árið 2008 hefur verið ákveðið að Fjarðabyggð og Leiknir F. tefli fram sameiginlegu liði í 1. deildinni og vonandi tekst það samstarf vel. Þjálfari sumarið 2008 verður Viðar Jónsson.
Árið 2008 var viðburðaríkt hjá KFF. Í júní tók David Hannah við sem aðstoðarþjálfari af Elvari Jónssyni. David tók síðan við sem aðalþjálfari af Magna Fannberg í lok júlí eftir að Magna var sagt upp störfum. Heimir Þorsteinsson stýrði síðan liðinu í lok móts eftir að David ákvað að snúa aftur til Skotlands. Karlaliðið endaði í 9. sæti sumarið 2008 og kvennaliðið í neðsta sæti síns riðils en þar var einnig skipt um þjálfara í upphafi móts þegar Jóhann Ingi Jóhannsson og Kjartan Orri Sigurðsson tóku við liðinu af Viðari Jónssyni.
Í lok árs 2008 voru Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson ráðnir þjálfarar karlaliðs Fjarðabyggðar. Páll mun einnig stýra sameiginlegum 2.flokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins árið 2009 og sér hann einnig um æfingar kvennaliðsins fram á vorið. Sveinbjörn Jónasson markahæsti leikmaður Fjarðabyggðar árið 2008 gekk í raðir Grindvíkinga í janúar 2009.
Styrkleikar: Líkt og
undanfarin ár ætti varnarleikurinn klárlega að vera helsti styrkur Fjarðabyggðar. Liðið er mjög vel mannað í öftustu línu og
mikilvægt að sami taktur myndist þar eins og 2007. Liðið hefur virkilega sterkan markvörð, Srdjan Rajkovic, og þá er lið Fjarðabyggðar erfitt
heim að sækja. Þjálfarateymi liðsins býr yfir mikilli reynslu og það ætti að geta hjálpað.
Veikleikar: Breiddin er vandamál hjá Fjarðabyggð. Ekki má það við því að missa marga hlekki úr byrjunarliðinu á
meiðslalistann. Miðjan er vandamál en þar hafa lykilmenn horfið á braut og virðist fátt um fína drætti. Sóknarleikurinn er einnig
spurningamerki en liðinu skortir ákveðna reynslu fram á við og spurning hvort fullmikil ábyrgð sé sett á herðar Ágústar.
Þjálfari: Páll Guðlaugsson og Heimir Þorsteinsson stýra liðinu í sameiningu. Páll er afar reyndur þjálfari sem m.a hefur
stýrt landsliði Færeyja og Keflavík og Leiftri í úrvalsdeild hér á landi. Í fyrra þjálfaði hann Leikni
Fáskrúðsfirði. Heimir hefur áður þjálfað hjá KFF á árunum 2004-2005. Einnig stýrði Heimir liðinu í
þremur síðustu leikjunum á síðasta tímabili.
Lykilmenn:
Srdjan Rajkovic
Aldur: 33 ára
Staða: Mark
Spilað með KFF frá stofnun 2001. Var valinn leikmaður ársins 2005 og 2007. Valinn í lið ársins í 1. deild 2007.
Andri Hjörvar Albertsson
Aldur: 28 ára
Staða: Vörn/Miðja
Kom til liðsins vorið 2006. Valinn leikmaður ársins sama ár. Var einnig í liði ársins í 2. deildinni. Spilaði 20 leiki í 1. deildinni árið 2007. Kom frá Grindavík en er uppalinn í Þór Ak.
Haukur Ingvar Sigurbergsson
Aldur: 27 ára
Staða: Vörn
Kom frá KA haustið 2005 eftir að hafa verið þar í tvö tímabil. Hefur verið fyrirliði liðsins síðan. Lék einnig með KFF frá stofnun þess til ársins 2004. Var valinn í lið ársins í 2. deildinni 2006. Uppalinn hjá félaginu.
KA
Nú er komið að því að KA men rífi sig upp eftir vægast sagt lélegan kafla, eftir aðeins 3 stig í síðustu 5 leikjum er komið að því að KA fái 3 stig og komi sér aftur á beinu brautina. Sem stendur sitja þeir í 6.sæti deildarinnar en með sigri og hagstæðum úrslitum geta þeir komið sér uppí 3.sæti og blandað sér þannig aftur í baráttuna um laust sæti í Pepsi-deildinni að ári.
Leikmannaglugginn lokaðist nú um liðna helgi og voru fáar breytingar gerðar á hópnum en helst ber að nefna að KA endurheimti varnarmannin sterka Janez Vrenko sem yfirgaf liðið síðasta haust eftir að stjórn KA ákvað að endurnýja ekki samningin við Slóvenan, Þá mun varnarmaðurinn Þórður Arnar spila sinn síðasta leik í sumar gegn Fjarðabyggð en Þórður er að fara í nám í Bandaríkjunum. Varnarmaðurinn Magnús Birkir Hilmarsson sem hefur ekki fengið mörg tækifæri í sumar hefur verið sendur á láni til Magna frá Grenivík og þá hefur Sveinbjörn Már Steingrímsson einnig verið sendur á lan en til Völsung frá Húsavík.
Lykilmenn
Sandor Matus: Sandor hefur að vanda verið gríðarlega sterkur í ár, ekki þarf að hafa mörg orð um ungverjan því allir vita hvað hann getur.
Túfa: Það sást í síðustu leikjum að það vantaði serban á miðjuna, en hann hefur verið meiddur í síðustu tveim leikjum ásamt því að vera í banni, Hann er með gríðar góðan leikskilning og tæklingarnar eru oftast nær góðar.
David Disztl: Ungverjinn virðist vera einn af fáum sem hefur kynnt sér leiðina í mark andstæðinganna, eftir erfiða byrjun hefur hann verið að raða inn mörkonum, þó svo það vannti aðeins uppá varnarleik David þá er hann striker að guðs náð.
Aðrir Leikir í 15.umferð
fim. 06. ágú. 09 19:00 Selfoss - HK Selfossvöllur
fös. 07. ágú. 09 18:30 Þór - Víkingur R. Þórsvöllur
fös. 07. ágú. 09 19:00 Leiknir R. - ÍR Leiknisvöllur
fös. 07. ágú. 09 19:00 Afturelding - ÍA Varmárvöllur
lau. 08. ágú. 09 14:00 Haukar - Víkingur Ó. Ásvellir
Dómari leiksins verður Leiknir Ágústsson og honum til halds og trausts verða þeir Ingi Freyr Arnarsson og Hjalti Heiðar Þorkelsson ásamt Sigurðurði G Friðjónssyni sem verður eftirlitsmaður á vegum KSÍ.
-Jóhann Már