Upphitun: Þór gegn KA - Jóhann Már skrifar

Miðvikudagskvöldið næstkomandi fer fram stærsti knattspyrnuleikur ársins, þegar Þórsarar taka á móti okkur KA mönnum, en leikurinn er meðal annars stór að því leytinu til að nýr og glæsilegur völlur Þórs verður notaður undir knattspyrnu í fyrsta sinn, leikurinn hefst kl 19:15 og verður leikinn á Íþróttavellinum við Hamar
VS.
Tölfræði

Síðustu 11 leikir í deild:
KA: 7
Þór: 2
Jafnt: 1
Hvað mörk varðar í þesum ellefu leikjum hefur KA einnig mikkla yfirburði.
KA: 22
Þór: 8
Þeir sem hafa skorað flest þessarra 22 marka
Hreinn Hringsson: 6
Pálmi Rafn Pálmasson: 3
Jóhann Helgason: 2
Flestir leikir í byrjunarliði KA
Matus Sandor: 9
Dean Martin: 9

Þórsarar hafa vinninginn í einu af atriðinum sem eru tekin fyrir og eru það spjöldin
KA: Gul: 25 - Rauð: 2

Þór: Gul: 28 - Rauð: 4

Völlurinn:
Nýr og glæsilegur völlur Þórs var tekinn í notkun fyrir aðeins viku síðan þegar Landsmót UMFÍ var haldið, völlurinn er hinn allra glæsilegasti og ekki er stúkan síðri.
Stúkan tekur um 1000 manns í sæti og því má búast við því að öll sætinn verði mönnuð.

Eina spurningarmerkið sem undirritaður setur við svæðið, er fjarlægðin milli vallar og stúku.

Þór:
Þórsarar byrjuðu frábærlega í deildinni, og tóku Skagamenn sannfærandi 3-0 í fyrsta leik en eftir þann leik lá leiðinn niðrá við og töpuðu Þór 6 leikjum í röð eftir það, þ.á.m geng KA og á tímabili sátu þeir í 12 og neðsta sæti deildarinnar, en þeir hafa aðeins náð að rífa sig upp af rassgatinu og hafa unnið síðustu 3 leiki og sitja nú í 8.sæti með 15 stig, 5 stigum á eftir KA
Varnarleikur Þórsara hefur ekki verið góður á leiktíðinni og hafa þeir aðeins einu sinni haldið hreinu í 12 leikjum og fengið á sig alls 19 mörk. En athygli vekur að Þórsarar hafa ekki gert eitt einasta jafntefli, sem er athuglivert að því leytinu til að fyrir nokkrum árum voru Þórsarar kallaðir “Jafntefliskóngarnir“ og til að mynda gerðu þeir 10 jafntefli í 18 leikjum árið 2004.
Þessir tveir sigurleikir Þórs á KA komu árið 2008 þegar þeir sigruðu 3-1 og árið 2007 þegar þeir sigruðu 2-1.
Leikmenn hjá Þór sem hafa spilað fyrir KA:
Aleksandar Linta
Einar Sigþórsson
Hreinn Hringsson
Ibra Jagne
Sveinn Elías Jónsson

Lykilmenn:
Óðinn Árnasson: Óðinn gekk til liðs við þór í vetur eftir að hafa spilað með Fram síðustu ár og það er enginn spurning um að varnarmaðurinn sterki hafi styrkt vörn Þórs til muna . Hann er baráttujaxl sem gefst aldrei upp og verður því fróðlegt að sjá rimmu hans David Disztl.

Einar Sigþórsson: Fáir vita það kannski en Einar er uppalinn í KA og spilaði með KA þangað til í 3.flokki. Þessi feiknasterki útherji er markahæsti leikmaður Þórs með 6 mörk á tímabilinu. Hann býr yfir ógnarhraða, gífurlegri snerpu og góðri tækni.
Atli Már Rúnarsson: Atli er orðinn mjög reyndur og það á trúlega eftir að mæða svoltið á honum í leiknum.

Þjálfarinn:
Á hátindi ferilsins var Lárus Orri að spila með liðum eins og Stoke City og WBA í Englandi sem og með íslenska landsliðinu, alls lék hann 42 leiki fyrir ísland.
Lárus Orri er að sigla inn í sitt fjórða ár sem þjálfari Þórs og hlýtur að vera komin aukin pressa á hann að liðið fari að gera atlögu að úrvalsdeildarsæti. Hann hefur einnig spilað með liðinu ásamt því að þjálfa og mun jafnvel gera það að einhverju leyti þetta árið þó hann verði líklega í aukahlutverki inná vellinum.

KA:
Eftir 3 tap leiki í röð komust KA menn á beinu brautinna að nýju með glæsilegum 2-0 sigri á toppliði Selfoss og sýndu þar að þeir eru með nógu sterkt lið til að komast upp. Úrslit 12 umferðar voru KA-mönnum mjög hagstæð, þar sem öll liðinn fyrir ofan töpuðu stigum, og sitja KA nú í 3.sæti 6 stigum á eftir Selfoss toppnum.
Á meðan sóknarleikurinn hefur komist í gang og mörkin farið að rigna inn hefur varnarleikurinn dalað eftir frábæra byrjun, og verður það aftur í höndum Þórðs Arnars að halda varnarleiknum á hreinu gegn Þór. David Disztl hefur núna skorað 8 mörk í síðustu 7 leikjum og er það á hreinu að hann á eftir að gera Þórsvörninni lífið leitt. Á laugardaginn endurheimtu KA Stein Gunnars sem hefur verið meiddur síðan í Júní, og er það gífurlega gott að fá Stein inní liðið að nýju.
Eins og tölfræðin sýnir eru KA menn með ágætis tak á Þórsörum og væri alveg frábært að vinna fyrsta leikinn á nýja vellinum þeirra.
Sandor Zoltán kemur á ný inní leikmannahóp liðsins eftir leikbann en Norbert Farkas verður frá vegna meiðsla og en er tvísýnt með hvort Túfa spili eftir að hann varð fyrir meiðslum gegn Selfoss.

Leikmenn KA sem hafa spilað fyrir Þór:
Þórður Arnar Þórðarsson

Lykilmenn:
Matus Sandor:  Í háspennu leik sem þessum þar sem allt getur gerst er gott að vita af Sandor í markinu, hann heldur einbeitingu allann tíman, er með frábær og vel tímasett úthlaup svo ekki sé talað um markvörslunar hans sem eru oftar en ekki í heimsklassa.
Arnar Már Guðjónsson: Það á mikið eftir að mæða á fyrirliðanum á miðjunni, en Arnar gefst aldrei upp og er það alveg 100% að hann muni leggja sig allan fram, Hann á frábærar sendingar og er mikill leiðtogi inná vellinum.
David Disztl: Nú reynir á að framherjinn spili sinn besta leik, hann er á góðu “run-ni“ og mikið á eftir að mæða á honum í leiknum. David er mjög sterkur í loftinu og að halda boltanum, þó það vanti aðeins uppá hraða og sprengikraft.

Þjálfarinn
Eitt er víst og það er það að Dean Martin, þolir ekki að tapa og hvað þá nágrannaslögum gegn Þór, Dínó á eftir að koma með lið sitt vel einbeitt til leiks og verður hann búinn að skipuleggja hvert einasta atriði. 

Líklegt byrjunarlið:


Jóhann Már Kristinsson