Á fimmtudaginn næst komandi taka KA-menn á móti Aftureldingu í mikilvægum leik á Akureyrarvelli, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru
allir KA-menn hvattir til að mæta og styðja strákana.

Það þarf ekki að fara langt aftur í tíman til að rifja upp leiki þessara liða, enda hafa þeir eaðeins verið 2 og báðir
verið á þessari leiktíð. Fyrri leikurinn var háður á Varmárvelli og lauk þeim leik með 0-0 jafntefli þar sem KA-menn voru
ýfið sterkari en náðu ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Seinni leikurinn var háður á okkar eginn heimavelli í lok júní og
var hann liður í 32-liða úrslitum Visa Bikarsins, tókst okkar mönnum þá að fara með sannfærandi sigur af hólmi 3-1 með
mörkum frá Norbert Farkas og tveim frá David Disztl.
Tölfræði:
Eins og innbyrðis tölfræðin gefur til kynna má búast við hörðum leik.
Innbyrðis
|
|
|
|
|
|
Stig
|
Gul spjöld
|
Rauð Spjöld
|
Mörk
|
KA
|
4
|
6
|
0
|
3
|
Afturelding
|
1
|
8
|
2
|
1
|
Meðaltal
|
|
7
|
1
|
2
|
Afturelding
Tímabilið hefur ekki verið uppá marga fiska hjá Aftureldingu þetta
árið, en þetta er fyrsta ár liðsins í fyrstu deild síðan 2003 og það virðist sem þeir ætli sér að spila í
2.deild á næsta ári, því liðið situr í 11.og næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig eða 3 stigum frá fallsæti.
Þannig liðið verður að taka sig saman í andlituni því aðeins sjö leikir eru eftir.
Eins og sést á tölfræðinni hér að neðan hefur Aftureldingu ekki gengið sem best á útivelli í sumar. Þetta eru allir leikir
liðsins á útivelli í öllum keppnum í sumar.
Afturelding á útivelli
|
9 leikir
|
|
|
|
|
|
|
Mörk Skoruð
|
Mörk Fengin
|
Gul Spjöld
|
Rauð Spjöld
|
Sigrar
|
Töp
|
Jafntefli
|
|
10
|
17
|
16
|
2
|
2
|
7
|
0
|
Meðaltal
|
1,1
|
1,8
|
1,7.
|
0,2
|
|
Alls 6 stig
|
|
En ef við skoðum gengi liðsins á Akureyri frá 2000 þá hefur liðið ekki unni leik, inní því eru 2leikir við Þór,
einn við KA og einn við Nökkva. Það lýtur allt út fyrir það að Akureyrarvöllur sé einhver óvinnandi grýla fyirir
Mosfellingana.
Styrkleikar: Stemningin í Mosfellsbænum er að aukast samhliða því að fleiri uppaldir leikmenn eru farnir að leika
með liðinu en áður fyrr byggðist það algjörlega á aðkomumönnum. Liðið hefur haldið nokkuð veginn sama kjarna og býr yfir
góðri samheldni. Sóknarleikurinn ætti að vera í fínu lagi með þá Clapson og Rannver en gríðarlega mikilvægt er að
þeir haldist heilir. Tekið af fotbolti.net
Veikleikar: Spurning er hvort leikmannahópurinn sé einfaldlega nægilega sterkur og tilbúinn fyrir 1. deildina. Liðið er
með nánast sama hóp og í 2. deild í fyrra og margir leikmenn sem hafa ekki mikla reynslu úr þessari deild. Í fyrra fékk Afturelding á
sig fæst mörk allra liða í deildinni en varnarleikurinn hefur alls ekki verið eins traustur í vetur og er það áhyggjuefni fyrir Ólaf
þjálfara. Tekið af fotbolti.net
Þjálfari: Ólafur Ólafsson er á sínu fjórða ári með liðið en enginn vafi leikur á
því að hann hefur unnið hreint frábært starf fyrir félagið og sýnt mikil klókindi. Þegar hann var endurráðinn í
vetur var það gefið út af félaginu að stefnan væri sett á úrvalsdeildina innan fárra ára.
Tekið
af fotbolti.net
KA
Eftir pínu lægð komu KA sér aftur á beinu brautin í síðustu viku með glæsilegum útisigri á Fjarðarbyggð 0-3 og
má segja að þeir ágætu einstaklingarr sem hafa gagnrýnt KA fyrir að vera með of marga útlendiga og segja að þeir séu einu sem geta
eitthvað í liðinu máttu kingja þeirri gagnrýni sinni því í liðinu voru aðeins tveir útlendingar og allur varamannabekkur
liðsins var skipaður drengjum úr öðrum flokk. Með sigrinum náði KA að blanda sér að alvöru í toppbárátuna að
nýju, og sitja þeir nú í 4 sæti 9 stigum á eftir toppliði Selfoss. Það er alveg á hreinu að KA á fullt efni í
toppbáráttuna og er það bara jákvætt að skútan sé að réttast við þegar 7 leikir eru eftir og er engin
ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framhaldið.
Eins og tölfræðin að neðan sýnir eru KA-menn feikna sterkir á heimavelli í sumar og náð að innbyrða 19 stig af 28 sem er fínn
árangur.
KA á Heimavelli
|
9 leikir
|
|
|
|
|
|
|
Mörk
Skoruð
|
Mörk
Fengin
|
Gul Spjöld
|
Rauð Spjöld
|
Sigrar
|
Töp
|
Jafntefli
|
|
18
|
10
|
16
|
1
|
6
|
2
|
1
|
Meðaltal
|
2
|
1,1
|
1,7.
|
0,1
|
|
Alls 19 stig
|
Styrkleikar: Sandor Matus er einn besti markvörður sem spilar hér á landi og hefur sýnt KA mikla tryggð.
Ótrúlegur vítabani og það er mjög þægilegt fyrir leikmenn KA að vita af honum fyrir aftan sig. KA nær í flest sín stig á
heimavelli þó mætingin á leiki liðsins mætti reyndar vera mun betri en þó hefur stemningin aukist með tilkomu stuðningsmannahópsins
Vinir Sagga. KA er agað lið sem getur spilað fínan fótbolta og ekkert lið getur bókað sigur gegn. Tekið af fotbolti.net
Veikleikar: Sóknarleikurinn gæti verið stórt vandamál hjá KA í sumar en liðinu hefur gengið erfiðlega
að skora mörk í vetur og vantar alvöru markaskorara. KA má alls ekki við því að missa lykilmenn í meiðsli og líkt og hjá
grönnum þeirra í Þór gæti sumarið orðið ansi erfitt ef byrjunin verður ekki góð. Tekið af fotbolti.net
Þjálfari: Dean Martin er að fara að sigla í sitt annað tímabil sem þjálfari KA. Fyrir norðan eru menn
ánægðir með árangurinn á hans fyrsta tímabili en sumarið 2007 var það aðeins fjölgun liða sem bjargaði liðinu frá
falli. Ef hann nær að bæta árangurinn frá í fyrra er líklegt að KA gæti gert atlögu að úrvalsdeildarsæti.
Tekið af fotbolti.net
Aðrir leikir í 16.umferð
fim. 13. ágú. 09 19:00 ÍA - Haukar Akranesvöllur
fim. 13. ágú. 09 19:00 Víkingur Ó. - Selfoss Ólafsvíkurvöllur
fim. 13. ágú. 09 19:00 Víkingur R. - Leiknir R. Víkingsvöllur
fös. 14. ágú. 09 18:30 HK - Þór Kópavogsvöllur
fös. 14. ágú. 09 19:00 ÍR - Fjarðabyggð ÍR-völlur
Guðmundur Ársæll Guðmundsson verður dómari leiksins og aðstoðarmenn hans verða þeir Valdimar Pálsson og Tomasz Jacek Napierajczyk
-Jóhann Már Kristinsson skrifar.