Meistaraflokkur og 2. flokkur Þórs/KA hefur nýverið hafið æfingar og eru margar stelpur frá KA að æfa með 2. flokki. Þrjár
þeirra fengu að spreyta sig í leik með meistaraflokki í kvöld. Lára Einarsdóttir sem aðeins er 14 ára spilaði allan leikinn. Karen Birna
Þorvaldsdóttir (16 ára) spilaði stærsta hluta hans en Ágústa Kristinsdóttir (15 ára) spilaði síðustu 20
mínúturnar. Var spilað gegn strákum úr 4. flokki Þórs og stóðu stelpurnar allar fyrir sínu. Þess má geta að leikurinn
fór 1-1 og Alda Karen Ólafsdóttir skoraði mark Þórs/KA.
Karen Birna