Enn eitt jafnteflið - Markalaust á Varmárvelli í kvöld

Okkar menn gerðu markalaust jafntefli við Aftureldingu fyrr í kvöld. Í þeim fimm leikjum sem við höfum leikið í deildinni hefur KA gert fjögur jafntefli og er þetta það þriðja í röð, þá er frátekinn sigur okkar á Dalvík/Reyni í bikarnum. Okkar menn áttu nokkur góð marktækifæri sem nýttust ekki en KA pressaði stíft allan seinni hálfleikinn.

Eftir leikinn í kvöld situr KA í fimmta sæti deildarinnar.

Deano, sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri, lét hafa eftirfarandi eftir sér við fótbolta.net í kvöld: ,,Ég er mjög svekktur. Við rúlluðum yfir þetta lið í dag og spiluðum góðan bolta en gátum ekki sett boltann í markið. Svona er fótboltinn, maður verður að klára færi en varnarvinnan var góð, við fengum ekki mark á okkur. Það er nóg af stigum eftir, það er alltaf erfitt að koma suður en við munum halda áfram að safna stigum."

Nánari umfjöllun er væntanlega á vefinn síðar.
Hér er hægt að lesa umfjöllun fótbolta.net.
Staðan í deildinni.

KA mætir svo Aftureldingu aftur í Vísabikarnum fimmtudaginn 18. júní og við skulum vona að við náum að nýta tækifærin betur þá.

Næsti heimaleikur KA í deildinni er hinsvegar á fimmtudaginn 11. júní við Hauka! Mætum öll og styðjum okkar lið!