Færslur á leikjum - Nágrannaslagnum frestað um viku

Búið er að gera breytingar á næstu leikjum KA. Bikarleikurinn gegn FH sem var settur upphaflega 11. júlí hefur verið færður á 1. júlí vegna þátttöku FH í Evrópukeppni.


Þetta þýðir að augljóslega þurfti að færa leikinn sem vera átti gegn Þór þann sama dag og er búið að setja hann viku seinna sem er fimmtudagurinn 8. júlí.

Við hvetjum alla KA-menn til að mæta í Kaplakrika á fimmtudaginn en leikurinn verður klukkan sex og svo er næsti leikur eftir það nágrannaslagur af bestu gerð gegn Þór niðri á Akureyrarvelli.