Fannar Freyr til hægri er genginn til liðs við KA
Nú þegar rúmur klukkutími er eftir af félagsskiptaglugganum höfum við KA menn bætt við okkar hóp. Skagadrengirnir Sigurjón
Guðmundsson og Fannar Freyr Gíslason hafa gengið til liðs við KA frá ÍA. Sigurjón er á leið í Háskólann á
Akureyri og stefnir því á að vera hjá KA næstu 3 árin en Fannar kemur á láni út tímabilið.
Sigurjón er miðjumaður/vinstri bakvörður, fæddur 1992 og var valinn besti leikmaður 2. flokks ÍA í fyrra og þótti spila vel með
aðalliði ÍA siðustu 5 leiki liðsins í 1. deildinni á síðasta tímabili, en Sigurjón meiddist ílla í janúar og er
að koma sér af stað á nýjan leik.
Fannar Freyr er framherji fæddur 1991, stór og stæðilegur. Hann er uppalinn hjá Tindastóli þar sem hann hefur leikið á láni
það sem af er þessu tímabili og skorað 1 mark í 10 leikjum en hann hefur einnig leikið með HK á láni frá Skagamönnum.
Við bjóðum drengina að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til félagsins.