Fannar byrjar í markinu gegn Dönum í kvöld

Fannar í eldlínunni sl. sumar á Akureyrarvelli. Það verður gaman að fylgjast með gengi hans í íslens…
Fannar í eldlínunni sl. sumar á Akureyrarvelli. Það verður gaman að fylgjast með gengi hans í íslenska markinu í Skotlandi í kvöld.
Fannar Hafsteinsson, markmaður í 2. flokki og mfl. KA, hefur verið valinn í byrjunarlið Íslands sem mætir Dönum í milliriðli U-17 Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Spilað er í Skotlandi og hefst leikurinn kl. 19.30 að íslenskum tíma. Unnt verður að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA - http://www.uefa.com/

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Markvörður: Fannar Hafsteinsson.

Varnarmenn: Adam Örn Arnarson, Orri Sigurður Ómarsson, Hjörtur Hermannsson (F) og Ósvald Jarl Traustason.

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson, Emil Ásmundsson, Daði Bergsson, Stefán Þór Pálsson og Páll Olgeir Þorsteinsson.

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason.

---

KA-maðurinn Ævar Ingi Jóhannesson er einnig í U-17 landsliðshópnum og byrjar hann á varamannabekknum í kvöld.