Fannar við æfingar hjá Tottenham

Fannar er þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.
Fannar er þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.
Fannar Hafsteinsson markvörður hjá KA og U-17 landsliðinu verður þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.

Fannar var í júlí sl. við æfingar hjá Tottenham og enska 1. deildar liðinu Watford, en í kjölfar heimsóknar Knattspyrnuskóla Arsenal til Akureyrar í júní sl. fóru hjólin að snúast og síðan hefur hann verið undir smásjá nokkurra erlendra liða.

Fannar Hafsteinsson hefur æft fótbolta með K.A. frá sex ára aldri og notið reynslu og leiðsagnar Sandor Matus markvarðar mfl. K.A. ásamt handleiðslu þjálfarateymis yngri flokka félagsins. Fannar er fæddur 1995 og því á yngsta ári í öðrum flokki KA, auk þess sem hann hefur verið varamarkvörður meistaraflokks félagsins.  

Hann var valinn til þess að spila með B-liði Íslands á opna Norðurlandamóti U-17 landsliða, sem fram fór á Norðurlandi í ágúst sl. og í kjölfarið var hann valinn í landslið Íslands sem spilaði í forkeppni Evrópumótsins í Ísrael fyrir skömmu, þa sem íslensku piltarnir tryggðu sér sæti í milliriðli. Fannar stóð í marki Íslands í öllum þremur leikjum liðsins og stóð sig mjög vel. Áhugi erlendra liða á piltinum minnkaði ekki við það. Meðal annars hefur Tottenham fylgst náið með Fannari í sumar og bauð félagið honum aftur til æfinga, sem fyrr segir, og fór Fannar utan um helgina og stundar æfingar hjá Tottenham þessa viku.