Fannar og Ævar í undirbúningshópi fyrir lokakeppni Evrópumótsins

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í 22ja manna undirbúningshóp fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða í Slóveníu 4. til 16. maí nk.

Valið á Fannari og Ævari þarf ekki að koma á óvart, enda var Fannar aðalmarkvörður liðsins í milliriðlinum í Skotlandi í mars, þar sem liðið tryggði sér farseðilinn til Slóveníu, og Ævar kom inn á í öllum þremur leikjunum í milliriðlinum.

Að vonum eru framundan stífar æfingar liðsins fyrir Evrópumótið í Slóveníu, fyrsta æfingatörnin er um komandi helgi.