KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson (markmaður) og Ævar Ingi Jóhannesson (vinstri kantur) verða báðir í byrjunarliði Íslands sem mætir Frökkum í fyrsta leik úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Slóveníu í dag. Leikurinn hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma og verður unnt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á vefsíðunni http://www.uefa.com/. KA sendir þeim Fannari og Ævari Inga og öllu íslenska liðinu barátttukveðjur fyrir leikinn í kvöld. Áfram Ísland!
Íslenska liðið sem Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrsson tefla fram í kvöld er þannig skipað:
Markvörður: Fannar Hafsteinsson
Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson
Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason
Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, fyrirliði og Orri Sigurður Ómarsson
Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Emil Ásmundsson
Hægri kantur: Daði Bergsson
Vinstri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson
Sóknartengiliður: Stefán Þór Pálsson
Framherji: Kristján Flóki Finnbogason