Fannar og Ævar Ingi í U-17 landsliðshópnum í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í morgun valdir í U-17 landslið Íslands sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts landsliða 4.-16. maí nk.  Liðið fer til Slóveníu á morgun, 1. maí.

Bæði Fannar og Ævar Ingi hafa verið í landsliðshópnum í bæði riðlakeppninni og milliriðlinum. Fannar stóð í marki Íslands í öllum þremur leikjunum í milliriðli og Ævar Ingi kom inn á í öllum leikjunum.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Frökkum þann 4. maí. Hinir leikirnir í riðlakeppninni (tveir fjögurra liða riðlar) verða gegn Georgíumönnum og Þjóðverjum. Í hinum riðlinum eru Pólverjar, Belgar, Slóvenar og Hollendingar.