U-17 landsliðið vann sér keppnisrétt í milliriðli í undanriðli Evrópumótsins í Ísrael sl. haust. Í milliriðlinum í Skotlandi spilar liðið þrjá leiki - sem hér segir:
20. mars - Danmörk - Ísland
22. mars - Skotland - Ísland
25. mars - Litháen - Ísland
Þeim Fannari og Ævari Inga eru sendar hamingjuóskir með að hafa verið valdir í landsliðið. Það verður gaman að fylgjast með
hvernig liðinu vegnar í Skotlandi.