KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson, markmaður og Ævar Ingi Jóhannesson, miðjumaður, hafa verið valdir í landslið Íslands U-17 ára sem keppir í undankeppni Evrópumótsins í Ísrael 12. til 17. október nk.
Landsliðshópurinn var tilkynntur í morgun og er hann þannig skipaður:
Markmenn:
Rúnar Alex Rúnarsson, KR
Fannar Hafsteinsson, KA
Aðrir leikmenn:
Oliver Sigurjónsson, AGF
Adam Örn Arnarson, Breiðablik
Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Breiðablik
Ósvald Jarl Traustason, Breiðablik
Páll Olgeir Þorsteinsson, Breiðablik
Kristján Flóki Finnbogason, FH
Emil Ásmundsson, Fylkir
Hjörtur Hermannsson, Fylkir
Orri Sigurður Ómarsson, HK
Stefán Þór Pálsson, ÍR
Ævar Ingi Jóhannesson, KA
Elías Már Ómarsson, Keflavík
Svavar Berg Jóhannsson, Selfoss
Aron Heiðdal Rúnarsson, Stjarnan
Bergvin Jóhannsson, Þór
Daði Bergsson, Þróttur R
Bæði Fannar og Ævar Ingi voru í landsliðum Íslands á Norðurlandamótinu hér á Norðurlandi í ágúst og eins og margir muna eftir tryggði Ævar Ingi A-liði Íslands Norðurlandameistaratitilinn með glæsilegu marki. Fannar var annar tveggja markvarða í B-liði Íslands, en nú er hann búinn að tryggja sæti sitt í aðalliðinu.
Þeim Fannari og Ævari Inga eru sendar innilegar hamingjuóskir með landsliðssæti sín og þeim fylgja óskir um gott gengi í Ísrael.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|