Fimm dagar - Myndaveisla frá Portúgal

Auðunn Víglundsson, varamaður í stjórn og fararstjóri í Portúgal, var með myndavélina á lofti í ferðinni og við ætlum að líta á nokkrar velvaldar myndir úr ferðinni.


Strákarnir mættir á fyrstu æfinguna á flottum grasvelli og í toppveðri, ekki amalegt!


Maggi Blö aftur á móti ekki jafn hress - meiddist á seinustu æfingunni fyrir ferðina!


Eftir hverja æfingu var farið í ískalda sundlaugina og áttu menn að dvelja þar í fimm mínútur við mismikla kátínu strákanna.


Alli skartaði magnaðri hárgreiðslu.


Mættir fyrir utan hótelið á leið í verslunarmiðstöðina.


Sandor á fleygiferð.


Steini fylgist með hvort allt fari nú ekki örugglega frétt fram á æfingasvæðinu....


á meðan er Dínó að æfa.


Þeir eru nokkrir hlutirnir sem komu með á æfingu.


Kiddi ásamt öðrum gera sig klára fyrir leikinn gegn Fjölni.


Arnar Már í baráttunni gegn Fjölnismönnum.


Úr sama leik - Haukur, Almarr og Andri fylgjast með boltanum.


Fyrirliðinn og framherjinn Almarr veltir því fyrir sér hvað varnarmenn Fjölnis séu að hugsa þarna.


Boltinn týndur svo Gunnar Valur Gunnarsson varnarmaður Fjölnis ákveður að sparka bara í Orra.


Maggi Blö á jogginu, hann gerði fátt annað í ferðinni heldur en að skokka og "blasta dúndrandi tekknótóna" eins og hann myndi sjálfur orða það.


Steinþór einbeittur á svip á einni af fjölmörgum æfingum.


Að sjálfsögðu skelltu menn sér á ströndina eftir erfiða morgunæfingu.


Þeir félagarnir létu sig augljóslega ekki vanta.


Haukur Heiðar og Sigurjón eða Sissi hlupu beint í sjóinn sem var örlítið hlýrri en sundlaugin á hótelinu!


Gummi sýndi stórkostlega kasthæfileika.


Eftir að hafa farið í sólbað á ströndinni var tekinn sígildur leikur þar sem ungir mættu gömlum og eftir gríðarlega spennandi leik fóru ungir með nauman sigur af hólmi og máttu þeir taka rassaskot á gömlu.


Dínó ákvað að hjálpa Janez að drekka


Ekki í eina skiptið sem Nóri gerði hinar vinsælu 50 armbeygjur í refsingu fyrir að mæta ekki í hóteljakkanum í mat.


Kiddi Bjöss  fyrir utan íbúðirnar okkar.


Hótelið skartar sínu fegursta þarna.


Séð framan á hótelið.


Liðsfundur á leikdegi en leika átti gegn portúgölsku liði.


Liðsmynd fyrir umræddan leik á vellinum.


Norbert eða Nobbi eins og hann er kallaður lætur finna fyrir sér.


Ingi Freyr í baráttunni.


Portúgalskur sóknarmaður í góðri gæslu hjá Steini og Inga Frey.


Hálfleiksræða hjá Dínó sem var meiddur. Maggi Blö fylgist með af mikilli athygli.


Séð yfir völlinn.


Magga var hent í laugina í fötum....hún var enn jafnköld.


Útsýnið af hótelherberginu hjá ljósmyndaranum var flott.


Haukur Heiðar og Maggi Blö ferskir á veitingastað í gamla bænum.


Steini Eiðs og Dínó á sama veitingastað.


Arnór í baráttunni í leik sem annar flokkur spilaði gegn Stjörnunni.


Hópmynd fyrir utan hótelið sama dag og haldið var heim á leið.