Fjölmargir KA-krakkar eru boðaðir á landsliðsúrtaksæfingar í sínum aldurshópi um komandi helgi. Í landsliðshópi U17-kvenna er Lára Einarsdóttir boðuð á æfingar og í U-19 landsliðshópi kvenna er Helena Einarsdóttir boðuð á æfingar. Einnig verða úrtaksæfingar í Boganum fyrir drengi af Norðurlandi f. 1997 - þ.e. á yngra ári í 3. flokki.
Þeir drengir sem boðaðir eru á þær æfingar, undir stjórn Freys Sverrissonar, landsliðsþjálfarar U-16 landsliðs Íslands, eru:
Andri Freyr Björgvinsson
Árni Björn Eiríksson
Bjarki Viðarsson
Jakob Atli Þorsteinsson
Jóhann Einarsson
Ólafur Hrafn Kjartansson
Ýmir Geirsson.