Fjölmennur aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Á bilinu 40 - 50 manns sótt aðalfund knattspyrnudeildar síðastliði mánudagskvöld. Fráfarandi formaður Gunnar Gunnarsson bauð gesti velkomna og stakk upp á Gunnari Níelssyn sem fundarstjóra og Erlingi Kristjáns sem fundarritara. Gunnar stýrði fundinum með harðri hendi og tók fundurinn aðeins 40 mínútur.

Fundarstjóri minntist ný látins KA-félaga Sigbjörns Gunnarsson og bað fundargesti að rísa úr sætum og minnast hans. Fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar, Sigurbjörn Sveinsson flutti skýrslu unglingaráðs og Bjarni Áskels gjaldkeri deildarinnar fór yfir reikninga hennar, en deildin var rekin með hagnaði. Litlar umræður voru um skýrslu stjórnar og reikninga. Síðan voru reikningar deildarinnar samþykktir samhljóða.

Þá var gengið til kosningar um nýja stjórn. Úr stjórninni gengu þeir Tómas Vilberg Lárusson og Hallur Stefánsson. Formaður nýju stjórnarinnar verður Bjarni Áskelsson. Aðrir stjórnarmeðlimir verða svo Gunnar Gunnarsson, Valgerður Davíðsdóttir, Páll Jónsson, Halldór Aðalsteinsson, Auðun Víglundsson og Gunnar Jónsson. Varamenn eru Gunnar Níelsson og Siguróli Magni Sigurðsson. Ný stjórn var samþykkt með lófaklappi. Stjórnin skiptir að öðruleiti með sér verkum á fyrsta fundi.

Undir liðnum önnur mál kvaddi Stefán Gunnlaugsson formaður KA sér hljóðs og lýsti ánægju sinni með störf deildarinnar og rekstarniðurstöðu. Þar sem ekki fleiri hváðu sér hljóðs sleit fundarstjóri og þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og bauð deildin svo upp á veitingar á eftir.


Gunni Nella fundarstjóri!


F.v. Sigbjörn Sveinsson, Tómas Lárus Vilbergsson, Óskar Þór Halldórsson og Gunnar Gunnarsson. Tómas og Óskar fengu blóm sem þakklætis vott fyrir góð störf í þágu félagsins en þeir létu báðir af störfum í stjórn knattspyrnudeildar á fundinum.