Það er nóg um að vera á Akureyri um helgina enda Akureyrarvaka, bæjarhátíð sem haldin er í tilefni afmælis Akureyrarbæjar.
Við KA-menn látum ekki okkar eftir liggja og blásum til fjölskylduhátíðar í KA-heimilinu fyrir leik KA og Leiknis R. á laugardaginn.
Hátíðin stendur yfir frá kl. 13:00 – 14:30 en þá verður gestum boðið upp á sætaferðir á völlinn en leikurinn hefst
kl. 15:00.
Andlitsmálarar verða á svæðinu, lagðar verða knattþrautir fyrir yngri kynslóðina, boðið verður upp á myndasýningu af
liði KA utan vallar og Steingrímur aðstoðarþjálfari heldur töflufund með viðstöddum.
Goði og Ölgerðin bjóða til grillveislu.
Í hálfleik verður heppnum áhorfendum gefin kostur á að reyna við skot í markslánna af löngu færi. Vegleg verðlaun frá
Flugfélagi Akureyrar.