Fjórar stelpur úr liði Þórs/KA voru í dag valdar í úrtakshóp U19 landsliðs Íslands í knattspyrnu en það eru þær Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir.
Úrtakshópurinn mun æfa dagana 30. október til 1. nóvember en að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998. Stelpurnar sem eru fæddar 1996 eru gengnar upp úr U19 en þar sem ekki eru reglulegar U23 æfingar þá eru þær valdar til að veita þeim verkefni.
Við óskum stelpunum góðs gengis en til gamans má geta að þjálfari hópsins er Þórður Þórðarson fyrrum markvörður KA liðsins.