Fjórir á úrtak næstu helgi

Jóhann og Aci fagna hér marki Jóhanns.
Jóhann og Aci fagna hér marki Jóhanns.
Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson hafa verið boðaðir á U19 úrtak og Ævar Ingi Jóhannesson hefur verið boðaður á U17 úrtak næstu helgi.

Aci, Jóhann og Stefán eru allir fæddir 93 og eru því á miðári í 2. flokk. Aci og Jóhann hafa ekki verið boðaðir áður en Stefán hefur farið nokkrum sinnum suður á æfingar í vetur, ásamt því að hafa spilað fyrir U17 á sínum tíma.

Ævar hefur eins og Stefán farið nokkrum sinnum suður í vetur á æfingar. Ævar er á eldra ári í 3. flokk.