Ævar Ingi Jóhannesson fer á U17 úrtaksæfingar næstu helgi en hann hefur staðið sig vel í vetur en hann spilaði seinustu helgi sinn fyrsta
meistaraflokksleik. Ásamt honum fer markmaðurinn Fannar Hafsteinsson á U17 úrtaksæfingarnar. Jóhann Örn Sigurjónsson, Ómar Friðriksson og
Stefán Hafsteinsson fara á U19 úrtaksæfingar næstu helgi einnig.
Eins og áður sagði spilaði Ævar sinn fyrsta meistaraflokksleik seinustu helgi þegar liðið vann Þór2 3-1. Ævar er í 3. fl en
í vetur hefur hann staðið sig mjög vel með 2.fl og KA2 í Soccerade. Hann er fljótur og áræðinn leikmaður sem á framtíðina
fyrir sér.
Fannar er eins og Ævar í 3. flokki en hefur spilað með KA 2 í Soccerade ásamt því að vera á bekknum hjá KA 1 í fyrsta
leik.
Stefán Hafsteinsson er frá Blönudósi en hann kom til okkar seinasta vetur og stóð sig mjög vel með 2. fl. Þar var hann valinn efnilegasti
leikmaður flokksins seinasta sumar. Stefán er varnarmaður sem á að baki 20 mfl leiki fyrir Hvöt og 3 U17 ára landsleiki.
Ómar hefur leikið 3 landsleiki eins og Stefán fyrir U17. Ómar er miðjumaður en getur leyst allar aðrar stöður á vellinum nokkuð
vel.
Jóhann Örn hefur leikið 1 leik fyrir meistaraflokk KA. Jóhann er stór sóknarmaður sem skoraði t.d. fjórða mark KA 2 gegn Draupni með
skalla.