Fjórir KA-strákar í landsliðsúrtak

Fjórir piltar úr KA hafa verið valdir í U-17 landsliðsúrtak um komandi helgi. Þetta eru þeir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, báðir fæddir 1995, og Ívar Örn Árnason og Gauta Gautason, báðir fæddir árið 1996. Ævar Ingi og Fannar hafa spilað með U-17 landsliðinu í sumar og haust, nú síðast á dögunum í Ísrael, þar sem  liðið tryggði sér sæti í milliriðlum Evrópumótsins. Ævar Ingi kom þar inn á í einum af þremur leikjum liðsins en Fannar varði mark Íslands í öllum leikjunum.