Nú þegar einungis fjórir dagar eru í fyrsta leik sumarsins 2008 er viðeigandi að fá pistil á síðuna um komandi sumar og hinn mikli
KA-maður Sigurður Skúli Eyjólfsson sem flestir lesendur síðunnar ættu að kannast við ritaði hugleiðingar sínar um sumarið.
Pistilinn má sjá hér að neðan.
Undirbúningur K.A. liðsins fyrir sumarið 2008 hefur verið góður ef marka má úrslitin í æfingaleikjum og lengjubikar. Þetta er mikill
viðsnúningur frá árinu áður þar sem gekk brösulega í æfingaleikjum

fyrir íslandsmót og niðurstaðan í haust var ekki
góð, þar sem liðið endaði í næst síðasta sæti fyrstu deildar. Sem betur fer féll bara eitt lið þessu sinni svo
það má segja að við höfum rétt hangið í deildinni. Það er ekki árangur sem við K.A. menn viljum sjá svo nú hefur
Dean Martin valdið í höndum sér til þess að sýna að hann er jafn góður þjálfari og hann er leikmaður.
Hópurinn samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum (þar sem hluti þeirra hefur spilað fyrir yngri landslið) og reynsluboltum sem gerir þetta að
skemmtilegri blöndu. Þeir leikmenn sem K.A. hefur fengið fyrir tímabilið virðast smella inn í liðið og eru í takt við þá skiptingu
sem fyrir er, þ.e. ungir íslendingar og eldri útlendingar. Þeir erlendu leikmenn sem spila fyrir K.A. í sumar hafa verið áður að undanskildum Nobba
Ungverja.
Þrír leikmenn hafa verið í námi í Bandaríkjunum en þeir hafa þ.a.l ekki tekið þátt í
undirbúningstímabilinu og bætast við hópinn rétt fyrir mót. Ég vænti þess að þeir sér í góðu formi
þar sem þeir hafa verið að spila í háskólaboltanum þar í landi en þó má vera að þeir hafi sleikt sólina
í stað þess að æfa, það á eftir að koma í ljós.
Ég hef trú á því að liðið spili mjög hraðan bolta og baráttan verður mikil en það er stíll sem Dean Martin vill
eflaust sjá, hann kemur inn með mikinn sigurvilja sem smitar út frá sér. Elmar Dan á eftir að stjórna vörninni og verður hann öruggur
með Sandor fyrir aftan sig. Miðvarðarstaða er sú st

aða sem Elmar á að spila, ekki síst þar sem hann er komin á eftirlaun
í boltanum. Ég tel það vera mjög góða lausn að hafa Almarr í framlínunni þar sem Dean stillir sjálfum sér upp á
kantinum en Almarr hefur raðið inn mörkun í vor og óskandi væri að hann héldi því áfram fram á haust.
Sumarið verður þó ekki auðvelt þar sem vantar töluvert upp á reynslu hjá sumum leikmönnum, ég held að sumarið ráðist
töluvert eftir fyrstu leikjunum. Ef gengur vel í byrjun fá menn aukið sjálfstraust og þá getur þetta farið hvernig sem er en ef það
gengur ílla til að byrja með þá getur liðið lent í neðri hlutanum.
Það sem hefur einkennt hópinn undanfarin ár er mórallinn, en hann hefur ávallt verið góður hjá liðinu þrátt fyrir að
leikmenn eins og Arnór og Magnús Blöndal líti stórt á sig og haldi að þeir séu stórir karlar.
Þess má geta að ég hef verið að taka Hjalta á aukaæfingar í aukaspyrnum og hann ætti að vera fullfær um að "snudda" boltann upp
í markhornið. Skilgreining á "snudda"
er skot með miklum snúning sem endar upp í markhorninu.
Það verður gaman að fylgjast með liðinu í sumar og vona ég að stuðningsmannaklúbburinn "vinir sagga" nái að rífa upp
stemmninguna svo við sjáum fjölgun áhorfenda á leikjum.
K.A. kveðja
Borgarstjórinn sjálfur, Sigurður Skúli Eyjólfsson