Fjórir strákar sem gengu upp í annan flokk í haust héldu til Bolton og dvöldu þar við æfingar í síðustu viku en þeir
fengu að fara út í kjölfar góðrar frammistöðu í knattspyrnuskóla Grétar Rafns þar sem þjálfarar frá Bolton
stýrðu æfingunum.
Allir voru þessir strákar lykilmenn í liði þriðja flokks í sumar sem þó féll niður í B-deild. Þetta eru þeir
Árni Arnar Sæmundsson, Viktor Andrésson, Jakob Hafsteinsson og markvörðurinn Halldór Guðmundsson.
Þeir stunduðu æfingar við flottar aðstæður hjá akademíunni hjá enska liðinu og einnig léku þeir einn æfingaleik
ásamt öðrum strákum sem þarna voru til skoðunar gegn akademíuliðinu.
Að sögn strákanna gekk heimsókn þeirra vel og voru þjálfarar Bolton ánægðir með það sem þeir sáu.
Mynd: Jakob - Halldór - Viktor og Árni Arnar allir á ferðinni í sumar.