Það var flautað til leiks í 25. skipti á N1 mótinu í dag. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi leikið mótsgesti grátt
í dag hefur allt gengið vel og hafa um 1500 strákar spilað fótbolta í dag án stórra áfalla. Mótið stendur að venju fram
á laugardag en því verður slitið um sex með glæsilegu lokahófi þar sem tónlistarmaðurinn Friðrik Dór kemur m.a. fram.
Hægt er að fylgjast með framgangi mótsins á
heimasíðu N1-mótsins.