Gunnar tók svona ágætlega í þessa hugmynd og sagði við mig "Jói í fyrsta lagi er lagið frábært eins og það er og í öðru lagi eigum við ekki pening í að gera þetta, en þú mátt skoða þetta og þetta verður að vera gert í samráði við Bjarna Hafþór höfund lagsins". Þar með hófst það og framundan voru tveir frábærir mánuðir. Fyrst var að finna menn sem gætu gert þetta með mér því ekki er ég mikill sérfræðingur í að taka upp lög og ég veit ekki hvað konan hefði sagt ef ég hefði ákveðið að spanngóla það sjálfur.
Eftir nokkra daga með hausinn í bleyti þá kom Gunni með þá hugmynd að ræða við Eyþór Inga Gunnlaugsson rokkarann góðkunna frá Dalvík sem hefur verið að koma sér vel fyrir í hjörtum landsmanna síðasta árið. Ég taldi þá hugmynd náttúrulega frábæra enda væri erfitt að finna mikið betri söngvara í þetta verk svo ég sló á þráðinn og ég sé ekki eftir því í dag. Eftir að hafa fengið Eyþór með okkur í lið fékk hann dreng fyrir sunnan, Þórð Gunnar Þorvaldsson eiganda stúdíó Ljónshjarta, með sér í lið til að taka upp og sjá um allan pakkann en þetta var skiljanlega engin sjálfboðarvinna enda mikil vinna og meiri en mér datt nokkurntíman í hug. Bjarni Hafþór Helgason höfundi lagsins leist frábærlega á þessa hugmynd og gaf okkur gott frjálsræði í að endurgera barnið hans eins og hann kallaði lagið.
Viðtók skemmtilegt tímabil og allan Apríl mánuð var ég eins og lítll krakki að labba með mömmu sinni í gegnum nammibarinn í Hagkaup, BETLANDI!! Ég sendi pósta á hina og þessa, þessi fyrirtæki og hin. Ég væri örugglega fljótari að telja upp þau fyrirtæki sem ég talaði ekkert við því þetta var mikill peningur sem mig vantaði og ég vissi að fyrirtæki væru ekki að fara að leggja marga hundarð kalla í þetta enda eftiðir tímar. Það var þó ótrúlegt hvernig þetta gekk og var ég gífurlega stoltur KA maður þegar hver KA maðurinn á fætur öðrum tók vel í hugmyndinna og gaf pening og fannast mér það endurspegla andan hjá félaginu, að margir lögðu hendur á plóg til að láta þetta verða að veruleika. Fyrirtækin voru þó talsvert erfiðari en þó var ótrúlegt hversu vel það gekk og í heildina safnaðist meiri peningur en þurfti til og var því góður afgangur!
Á meðan ég svitnaði dag eftir dag við að safna pening og eyddi hverju skólatímanum á fætur öðrum í að senda pósta voru Eyþór og Þórður á fullu að vinna fyrir peningunum. Þórður kom hingað í höfuðstað norðursins og við breyttum KA heimilinu í frábært stúdíó með svampdýnum og eróbik-bekkjum og góðri hjálp frá Kristjáni Edelstein og Davíð Inga Gunnlaugssyni sem lánuðu okkur nokkrar græjur sem Þórður gat ekki komið með að sunnan. í "stúdíóið" mættu síðan galvaskir okkar frábæru leikmenn í meistaraflokki, reyndar mættu þeir í þeirri trú að vera á leiðinni á æfingu enda bað ég Gulla þjálfara að láta þá mæta fyrr og í guðanna bænum ekki segja þeim af hverju því þá gætu afsakanirnar orðið frekar skrautlegar. Allir mættu þeir ásamt Óskari Þór Halldórssyni(framkvæmdastjóra) og Halldóri Aðalsteinssyni (stjórnarmeðlim) og tóku vel í þetta og þá sérstaklega Doktorinn sem söng hæðst af öllum, kór lagsins var því tilbúin og hafði Bjarni Hafþór það á orði að þessi kór væri talsvert öflugri en í upprunalegu útgáfunni. Þá var lagið nálægt fullkomnun og eina sem vantaði inní var gullrödd Eyþórs Inga.
Á fimmtudaginn í síðustu viku flaug ég suður yfir heiðar vopnaður engu nema myndavélinni til að taka herleg heitin uppá videó. Þegar í stúdío var komið og Eyþór hóf að spangóla hugsaði ég "Hrikalega verður þetta geðveikt!". Við tókum söngin upp í klukkutíma áður við fórum og bjuggum til allskonar hávaða, klapp, stapp og meira sem mynda frábæra stemmingu. Með þessu var verkefninu nánast lokið, Þórður þurfti að setjast niður og mixa lagið og ég að setjast niður og klippa myndband við lagið.
Eftir að hafa heyrt lagið nánast fullklárað gat ég ekki annað en hugsað "DJUFULL ER ÞETTA VINNUNNAR VIRÐI!" ég fylltist stolti ekki bara stolti yfir því að hafa átt stóran þátt í þessu heldur stolti yfir því að vera KA maður og að eiga svona frábært stuðningsmannalag! KA hjartað fór að slá en hraðar en það gerir vanalega (þó það sé nú oft á yfirsnúningi) á meðan ég hlustaði á lagið og ég var ekki lengi að byrja að dilla mér með og raula og það er frábær tilfinning að vita að lagið á eftir að spilast í hugum, hjörtum og á leikjum KA manna næstu árin ef ekki áratuginn því að eiga gott stuðningslag er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir félag og við eigum í dag að mínu mati (sem verður að teljast hlutlaust mat) besta stuðningsmannalag norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað!
Að lokum vill ég þakka þeim fyrirtækjum, KA mönnum, KA klúbbnum og KA konum fyrir að styðja okkur rausnarlega við þetta verkefni og fyrir að gera lagið að veruleika.
Nýja lagið mun svo væntanlega verða frumflutt á fyrsta heimaleik KA gegn Víking 25.Maí næst komandi svo taktu daginn frá.
-Jóhann Már Kristinsson