KA gerði góða ferð suður fyrr í dag og lagði Þróttara 1 - 2 í skemmtilegum leik. Strákarnir voru að spila góðan bolta
samkvæmt okkar manni á staðnum og var stemmingin góð. Fyrra markið var sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf frá Dan Stubbs. Sigurmarkið
skoraði Haukur Hinriksson með skalla eftir hornspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Það er ekki ónýtt að byrja mótið á sigri gegn
Þrótti sem féll á síðasta ári úr úrvalsdeild. Nánari umfjöllun kemur hér inn síðar.
Við minnum svo á fyrsta heimaleik KA á föstudaginn 14. maí gegn Gróttu!